Aðalfundur FÍF afstaðinn
FÍF hélt aðalfund 24. febrúar síðastliðinn
Aðalfundur Félags íslenskra félagsvísindamanna (FÍF) var haldinn þann 24. febrúar síðastliðinn. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.
Á fundinum þá fór kjör í stjórn félagsins fram og var Kristmundur Þór Ólafsson endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára. Með Kristmundi í stjórn verða Íris Dögg Björnsdóttir, Þóra Kristín Þórsdóttir, Ester Ósk Traustadóttir og Steindór Gunnar Steindórsson. Varamenn í stjórn voru kjörnir Gustav Pétursson og Tryggvi Hallgrímsson.
Ása Sigríður Þórisdóttir lét að störfum fyrir stjórn FÍF og vill nýkjörin stjórn FÍF þakka henni fyrir störf sín í þágu félagsins.
Nýkjörin stjórn FÍF þakkar félagsmönnum fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið.