FÍF – félagsvísindafólk á vinnumarkaði
Hlutverk Félags íslenskra félagsvísindamanna er að vera í forsvari fyrir félagsfólk sitt við gerð kjarasamninga og við ákvarðanir er á einhvern hátt snerta kjör þeirra. Félagsfólk starfar hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði auk þess að vera sjálfstætt starfandi.

Skrifstofa félagsins
Þjónustuskrifstofan er til húsa í Borgartúni 6. Hún er opin virka daga frá klukkan 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.
Á skrifstofunni, sem rekin er með fjórum öðrum stéttarfélögum, er félagsfólki veitt margs konar þjónusta og upplýsingar.
Meðal verkefna hennar er að aðstoða:
- á sviði kjara- og réttindamála
- við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga
- við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags
- við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim
- við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur

Aðild að félaginu
Félag íslenskra félagsvísindamanna er stéttarfélag launafólks sem hefur viðurkennt lokapróf í félagsvísindum. Einnig geta átt aðild þau sem starfa sem sérfræðingar á sviði félagsvísinda og hafa viðurkennda háskólamenntun í hliðstæðum greinum. Félagsaðild er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi. Háskólanemar sem lokið hafa 30 eininga háskólanámi geta fengið námsmannaaðild að félaginu.
Félagsvísindafólk í tölum

Stjórn FÍF
Stjórn FÍF ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin fer með umboð félagsins til kjarasamninga og skal skipuð fimm fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum á aðalfundi. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn, en formaður til tveggja ára. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs.

Lög og samþykktir félagsins
Í lögum félagsins er meðal annars kveðið á um hlutverk Félags íslenskra félagsvísindamanna, reglur varðandi félagsaðild og ábyrgð stjórnar auk lýsinga á starfsemi félagsins.
Auk laganna má benda á samþykktir félagsins, m.a.

Aðalfundir Félags íslenskra félagsvísindamanna
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert. Stjórn getur ákveðið að aðalfundur fari fram sem staðfundur, rafrænt í fjarfundi eða sem bæði stað- og fjarfundur. Fara þá rafrænt fram atkvæðagreiðslur, samþykktir og slíkt sem jafnan færi fram skriflega.
Hönnunarstaðall Félags íslenskra félagsvísindamanna
Allt efni sem FÍF sendir frá sér skal vera samkvæmt hönnunarstaðli.
Í hönnunarstaðli er að sjá reglur og útfærslur á notkun merkis, leturgerðir og reglur um litaval í kynningarefni og merkingum. Þar eru merki og aðrir grafískir þættir á vektoraformi sem hægt er að sækja ef skjalið er opnað í myndvinnsluforriti.