Aðalfundarboð 2023
Aðalfundur FÍF verður haldinn 27. febrúar frá kl. 12:00 til 14:00, í Borgartúni 6 á 4. hæð. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur.
Félagar sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á hann.
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun um félagsgjöld.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning formanns.
7. Kosning stjórnar og varastjórnar.
8. Önnur mál.
Fundargögn
Öll fundargögn munu birtast á vefsíðu FÍF í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst. Athugið að tillögu að endurskoðuðum lögum félagsins má nú þegar finna á vefsvæði fundargagna ásamt greinargerð og verður tekin fyrir í 5. dagskrárlið fundarins.
Framboð til stjórnar
Opið er fyrir framboð til aðal- og varamanna í stjórn félagsins. Hægt er að bjóða sig fram í stjórn á aðalfundi undir dagskrárlið nr. 7. Ef félagi hefur ákveðið að bjóða sig fram væri gott ef viðkomandi gæti sent póst á fif@felagsvisindamenn.is og tilkynnt um framboð.
Ekki er kosið um embætti formanns á þessum fundi en næst fara kosningar um embætti formanns fram á aðalfundi árið 2024.